01.05.1929
Neðri deild: 58. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2345 í B-deild Alþingistíðinda. (1082)

47. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Mjer er engin launung á því, að jeg geri fastlega ráð fyrir því, að brtt. þær, sem hv. þm. Ísaf. ætlar að bera fram, verði ekki samþ. Þær verða því ekki til annars en að tefja fyrir málinu, og væri því heppilegast, að þær kæmu ekki til umr. Jeg vil svo ítreka ósk mína til hæstv. forseta um að afgreiða málið nú, og sje svo ekki ástæðu til að ræða það frekar.