04.05.1929
Efri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2381 í B-deild Alþingistíðinda. (1098)

47. mál, kosningar til Alþingis

Jón Þorláksson:

Jeg vil aðeins benda hv. 4. landsk. á eitt, út af því ráði, sem hann beindi til mín í síðustu ræðu sinni, að það hefði mátt fresta því lengur að gefa út konungsbrjefið um þingrof og nýjar kosningar 1927, og draga kosningarnar til hausts. Jú, það er rjett. Þetta ráð var til, en með því hefði verið framið brot á 76. gr. stjskr., þar sem sagt er, að rjúfa skuli þing þá þegar, er stjskrbreyt. hefir verið samþ. Jeg álít, að það hefði verið stórlega vítavert, og jeg treysti mjer ekki til að bera ábyrgð á því sem ráðh. En með öðru móti var ekki hægt að draga kosningarnar til hausts.