06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (112)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vil aðeins segja það, út af orðum hæstv. forsrh. og hv. þm. V-Húnv., að það er viðurkent, að gleymst hafi hjá hæstv. stjórn þegar hún samdi frv. þetta, og sömuleiðis hjá landbn. hv. Nd., að til væri nokkuð það, sem hjeti smábýli við kaupstaði. Út af þeim ummælum hv. þm. V.-Húnv., að ekki væri von á góðum till. frá Jafnaðarmönnum og Íhaldsmönnum, þegar þeir legðu saman, vil jeg geta þess, að íhaldsmenn hafa allmikið skemt frv. með því að klippa aftan af till. hv. 4. landsk., flokksbróður míns, ýmsar tillögurnar, er miðuðu að því að gera lánin ódýrari. En að öðru leyti er rjett að taka fram, að Ed. er yfirleitt skipuð betur í samræmi við þjóðarviljann og rjett hlutföll flokkanna meðal kjósenda landsins, vegna þess að landskjörnu þingmennirnir eiga þar sæti. Er því ekki nema eðlilegt, að till. Ed. verði meira í samræmi við þjóðarviljann, eins og t. d. till. þær, sem hjer hafa valdið ágreiningi, en það veldur ekki neinni gleði hjá þeim hv. þm., sem setja alt sitt traust á ranga og úrelta kjördæmaskipun.