22.04.1929
Neðri deild: 51. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2482 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg leyfi mjer að þakka hv. sjútvn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Þó að ágreiningur sje meðal nm. um ýms smærri atriði, eru þeir sammála um, að frv. eigi að ná fram að ganga. Tveir nm., þar á meðal hv. frsm., flytja brtt. á þskj. 382. Mjer finst þær till. svo þýðingarlitlar, að ástæðulaust væri þeirra vegna að tefja fyrir gangi málsins. Það, sem hv. frsm. kallar ónauðsynlegan þröskuld, er meira öryggi. Það á að koma fram, að það sje virkilegt alvörumál hjá hjeraðsbúum að hrinda þessu í framkvæmd. Það er full ástæða til að setja slík ákvæði sem þetta, þegar um svona mikil fjárframlög er að ræða.

Aftur á móti má segja um brtt. hv. 4. þm. Reykv., að þær skifta miklu máli. Þar er um gerbreyt. að ræða. En jeg ætla ekki að ræða þær till. frekar. Hv. 6. landsk. hefir gert svo góða grein fyrir því atriði í hv. Ed., að jeg leyfi mjer að vísa til hans ummæla. Það er ósk mín, að frv. nái fram að ganga óbreytt.