29.04.1929
Neðri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2509 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Sveinn Ólafsson:

Þegar frv. þetta var hjer til 2. umr., þá gerði jeg þá grein fyrir fyrirvara mínum í nál., að jeg liti svo á, að fyrst um sinn mundi tæplega verða um annað að ræða þarna nyrðra en lendingarbætur, þótt talað væri um fullkomin hafnarmannvirki. Nú finst mjer, að hv. 1. þm. Skagf. hafi hlaupið undir bagga með mjer, og fer till. hans mjög í sömu átt og jeg hafði hugsað mjer, að hafnarbæturnar mundu ganga. Till. hans er veruleg bót á frv. og er jeg ráðinn í að fylgja henni og hygg málinu svo best komið, að hún verði samþ. Jeg skil brtt. svo, að ákvæði frv. um framlag ríkissjóðs eigi að standa óbreytt og það fje, er hann leggur fram til þessa verks, verði tiltölulegur hluti af heildarframlagi til hafnarbótanna á þessum stað.

Um brtt. n. á þskj. 438 hefir hv. frsm. þegar talað, og býst jeg við, að allir sjái, að hún stefnir aðeins að því að koma á meira samræmi en áður var, því það gat varla vel farið, að hækkun sú, er verður á tekjum af lóðarleigum, nái aðeins til annarar þeirra jarða, er að höfninni liggja, en ekki til hinnar.