18.05.1929
Efri deild: 74. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2584 í B-deild Alþingistíðinda. (1308)

135. mál, notkun bifreiða

Frsm. (Páll Hermannsson):

Frv. þetta er flutt af samgmn. Nd. eftir tilmælum vegamálastjóra. Vegamálastjóri gerir þá grein fyrir þessu máli, að eftir núgildandi lögum um slysatryggingar fyrir bifreiðar sje óhentugt að fá slíkar tryggingar. Þau ákvæði, sem nú gilda, er að finna í lögum nr. 23 frá 31. maí 1927. Í 2. grein er gert ráð fyrir, að tryggja skuli fyrstu bifreið fyrir 10 þús. kr., en ef sami maðurinn á fleiri bifreiðar, þá skuli tryggja hinar fyrir 3500 kr. Þetta þykir óhentugt og reynist erfitt að fá bifreiðar trygðar með þessu fyrirkomulagi. Höfuðbreytingin, sem þetta frv. fer fram á, felst í því, að framvegis á að tryggja hverja bifreið fyrir 10 þús. kr., þ. e. a. s. hverja fjórhjólaða bifreið. Minni bifreiðar, tvíhjóla og þríhjóla, eru trygðar eins og áður eftir ákvæðum l. frá 1927, fyrir 5000 kr. Hinsvegar kemur fram í 2. gr. breyt. frá gildandi l., þar sem heimilað er að undanþiggja tryggingu smærri tjón eða slys, sem ekki nema 200 kr. Samgmn. hjer lítur svo á, að rjett sje að samþ. þessar breyt., eins og sjá má á nál. 684 Jeg verð því fyrir hönd n. að ráða hv. d. til að samþ. frv. eins og það liggur fyrir.