03.04.1929
Efri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2589 í B-deild Alþingistíðinda. (1319)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi tekið eftir því við samanburð á þessu frv. og því, sem komið er frá Nd. um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða og breyt. á þeim lögum, að ekki er samræmi á milli þessara tveggja frv. í lögum um bæjarstjórn í Hafnarfirði er gert ráð fyrir því, að bæjarstjórinn sje oddviti bæjarstjórnar, og stjórni því umr. á fundum, en í frv. stj. í Nd. er ákveðið, að bæjarstj. kjósi forseta. Þetta kemur í bága hvað við annað og getur ekki staðist hvorttveggja. Nd. hefir afgr. frv. um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, en frv. um bæjarstjórn í Hafnarfirði er aðeins komið til 3. umr. hjer. Það er því rjettast að breyta þessu frv. til samræmis við hitt. Sennilega verða ákvæði frv. stj. samþ., og má því ganga út frá því, að breyt. á þessu frv. í sömu átt verði samþ. í Nd., en annars þarf frv. sennilega að hrekjast milli deilda.

Mjer hefir því dottið í hug, til þess að laga þetta, að bera fram skriflega brtt. nú á fundinum, eða í öðru lagi að fá málinu frestað um einn dag. En það, sem þarf að breyta, er 2. og 4. gr. frv. Í 2. gr. þyrfti að kippa í burt orðunum: „sem er oddviti hennar“, og orða um fyrstu málsgr. 4. gr.