03.04.1929
Efri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2591 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Björn Kristjánsson:

Jeg verð að segja, að mjer finst óviðkunnanlegt; að deildin sje nú að skera úr um frv. sem liggur fyrir n. Þá fyrst á deildin að skera úr, þegar frv. kemur frá n. Þess vegna verð jeg að endurtaka það, að jeg sje enga ástæðu til að fresta málinu eða breyta frv. á nokkurn hátt.