04.04.1929
Efri deild: 36. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2592 í B-deild Alþingistíðinda. (1330)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Björn Kristjánsson Jeg vil taka undir það með hv. þm. Seyðf., að jeg teldi þinglegra, að frv. færi óbreytt til Nd. En ef hv. flm. vildi fallast á að gera örlitla brtt. Við þessa brtt., þannig, að orðin „úr flokki bæjarfulltrúa“ falli niður, gæti jeg fallist á hana. Jeg hefi ekki getað borið mig saman við bæjarfulltrúana í Hafnarfirði um þetta mál Jeg hringdi í bæjarfógetann og hann gat engar upplýsingar gefið. Jeg Vildi vita, hvort hv. flm. brtt. vildi ekki fella burtu þessi orð; þá álít jeg, að brtt. gerði ekki neitt til.