06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2593 í B-deild Alþingistíðinda. (1337)

27. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Um bæjarstj. í Hafnarfirði gilda nú þrenn lög og í þeim lögum eru nú mörg ákvæði, sem eru breytt orðin vegna ákvæða í öðrum lögum, svo sem er um lög um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða og lög um útsvör. Þetta frv. er gert til að sameina hin dreifðu ákvæði bæjarstjórnarlaganna og fella það burt, sem er í öðrum lögum. Breyt. eru því í rauninni mjög litlar frá því, sem nú er. Sjer n. því enga ástæðu til þess að leggjast á móti frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.