24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2603 í B-deild Alþingistíðinda. (1350)

66. mál, hafnarlög fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

Ólafur Thors:

Það er ekki rjett hjá hæstv. forseta, að mál þessi hafi fylgst að í þinginu. 7. mál er komið frá hv. Ed. og er nú til 3. umr. hjer í þessari hv. deild. En 6. mál, hafnarlög fyrir Hafnarfjörð, var lagt fram í þessari hv. deild og er því miklu skemra á veg komið. Með því að tefja málið er því teflt í voða, þar sem áliðið er þings. Vil jeg sem flm. þessa máls mæla fastlega með því, að það verði tekið fyrir nú. Vænti jeg þess, að hæstv. forsrh. geri ekki leik að því að ónýta mál manna. Vil jeg svo skora á hæstv. forseta að verða við ósk minni.