27.03.1929
Efri deild: 33. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (143)

5. mál, rannsóknir í þarfir atvinnuveganna

Frsm. minni hl. (Jónas Kristjánsson):

Jeg skal ekki tefja tímann lengi, en aðeins vísa því, sem hv. 4. landsk. sagði, aftur heim til föðurhúsanna. Tilgangur minn var eingöngu sá, að afla frv. betra undirbúnings en það hefir nú frá hendi hæstv. stjórnar. Með því þykist jeg hafa reynt að stuðla að því, að stofnunin yrði sem fullkomnust, en alls ekki að bregða fæti fyrir hana eins og hv. 4. landsk. gaf í skyn. Jeg greiddi atkv. móti frv. við 2. umr. og mun gera svo enn, en það er aðeins vegna skorts á undirbúningi.