06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2712 í B-deild Alþingistíðinda. (1526)

19. mál, landsreikningar 1927

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Jeg skal ekki vera langorður. Það ætti öllum að vera ljóst, að sá, sem notar meira hvort heldur sem það er nú hest eða bíl, á að teljast eigandi þessara farartækja. Ef hv. þm. V.-Húnv. væri oddviti hrepps, þar sem t. d. sjúkrasjóður hreppsins hefði sjerreikning, hreppurinn ætti bíl og bílkaup og rekstrarkostnaður væri færður sjúkrasjóði til gjalda, hygg jeg sumum þætti það skrítin reikningsfærsla.

Landhelgissjóður notar þessi farartæki lítið, og er því óviðfeldið að færa þennan kostnað á hans reikning.

Út af því, sem hv. 1. þm. Árn. sagði, get jeg upplýst það, að yfirskoðunarmennirnir vissu ekkert um þessa skuld, því að reikningar áfengisverslunarinnar fyrir árið 1927 voru ekki búnir fyrr en löngu eftir að þeir höfðu endurskoðað landsreikninginn.