06.05.1929
Efri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2730 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

111. mál, brunamál

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. hefir tekið dálítilli breyt. í hv. Nd. og því er það hingað komið í annað sinn. Breyt. er við niðurlag 1. gr., að í staðinn fyrir orðin „Brunabótafjelag Íslands annást um allan kostnað úr því“, eins og stóð í frv. er það fór hjeðan, þá hefir hv. Nd. orðað þetta nokkuð víðtækara. Er breyt. þá þessi: „Eftir það fer um kostnaðinn við eftirlitið eftir samkomulagi á milli ríkisstj. og Brunabótafjelagsins“. Fjhn. hefir ekki tekið breyt. þessa til athugunar, og hefi jeg því ekkert að segja um hana fyrir n. hönd. En sjálfum finst mjer breyt. þess eðlis, að ástæðulaust sje að málið strandi hennar vegna, og mun jeg því greiða frv. atkv. í þeirri mynd sem það er nú.