17.05.1929
Neðri deild: 71. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2772 í B-deild Alþingistíðinda. (1614)

115. mál, íbúð í kjöllurum

Frsm. (Hjeðinn Valdimarsson):

N. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það kemur frá Ed. Frv. gengur út á það, að ekki verði leyft að hafa kjallaraíbúðir í húsum framvegis, en að þær, sem fyrir eru, skuli lagðar niður á 20 árum. Jeg sje ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið, en vil þó aðeins geta þess, að einn nefndarmanna, hv. 1. þm. Skagf., hefir einhverja sjerstöðu í málinu og hefir því skrifað undir nál. með fyrirvara.