17.05.1929
Neðri deild: 71. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2852 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

122. mál, Menningarsjóður

Jón Auðunn Jónsson:

* Mjer finst sjálfsagt, þar sem um sjálfkjörna nefnd er að ræða, sem þingið getur ekki haft áhrif á, þá sje Alþingi heimilt að hafa hönd í bagga með, hvaða bækur sjeu gefnar út. Það virðist undarlegt, ef Alþingi vill ekki láta þá menn, sem það kýs, skifta sjer neitt af bókaútgáfunni, sem þó er mikill þáttur í menningu landsins. Þótt Mentamálaráðið bæðist undan þessu, sje jeg ekki ástæðu til fyrir þingið að ganga að slíku. Jafnvel þótt gengið verði til hv. þdm. og þeir beðnir um fylgi við brtt., virðist mjer sjálfsagt, að nefnd sú, sem Alþingi kýs, eigi að hafa íhlutunarrjett um þessi mál, enda virðist það einkennilegt, ef taka á aðalatriðin undan afskiftum Mentamálaráðs, eins og t. d. bókaútgáfuna.

Ræðuhandr. óyfirlesið.