20.04.1929
Efri deild: 50. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2864 í B-deild Alþingistíðinda. (1741)

123. mál, ráðstafanir vegna alþingishátíðarinnar 1930

Jóhannes Jóhannesson:

Minni hl. fjhn. hefir flutt brtt. á þskj. 360, sem ganga Í þá átt að nema burt úr frv. heimild ríkisstj. til þess að taka í sínar hendur umráð yfir gistiherbergjum og leigubifreiðum Í Reykjavík meðan á hátíðahöldunum stendur, um alt að þriggja vikna tíma. Jeg verð nú að líta svo á, og held fast við það, að stj. er nauðsynlegt að hafa þessa heimild. Ef hinsvegar er settur hámarkstaxti, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar, auk þess sem eigendur herbergjanna og bifreiðanna myndu tæplega telja sjer skylt að hafa leiguna undir hinum setta taxta. Raunverulega gæti slíkt því orðið til þess að hækka leiguna. Auk þess er ekki óhugsandi, að eigendur tækju þetta óstint upp, og ef um samtök væri að ræða af þeirra hálfu, gæti slík ráðstöfun teflt málinu í hið mesta öngþveiti. Ennfremur er hugsanlegt, að eigendur gistihúsanna væru búnir að leigja út áður, og svo væri alt upptekið, þegar þörfin væri mest, en fyrir þetta er bygt samkv. frv.

Af þessum ástæðum og fleirum get jeg með engu móti felt mig við brtt. á þskj. 360. Jeg verð eindregið að leggja til, að þær sjeu feldar. Annars hefi jeg ekki getað borið þær undir hátíðarnefndina, vegna þess hve n. er fjölmenn og nm. störfum hlaðnir. En jeg tel brtt. þessar miða til hins verra, og legg til, að frv. verði samþ. óbreytt.