18.03.1929
Neðri deild: 25. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í B-deild Alþingistíðinda. (177)

2. mál, fiskiræktarfélög

Bjarni Ásgeirsson:

Eins og hv. frsm. tók fram, er frv. þetta, sem hjer liggur fyrir, samhljóða frv., er lagt var fyrir Alþingi í fyrra. Á því frv. var gerð sú breyt., að samþyktir tækju eigi til laga um friðun á fiski og ófriðun sels, og vakti það fyrir mjer, sem var flm. að þeirri brtt., að ekki yrði með þessum lögum gripið inn í laxveiðilöggjöfina.

Mál þetta strandaði í Ed. á þeim breyt., er hjer voru gerðar. Með frv. því, er hjer liggur fyrir, hefir verið reynt að bæta úr þessu. Segir svo í

10. gr. þess:

„Aldrei má samþykt brjóta í bág við gildandi lög nje almennar grund vallarreglur laga. Með samþykt verður eigi breytt sjerákvæðum laga um friðun á laxi, nr. 5, 19. febr. 1886“.

Hjer er því allskýr lína dregin, og býst jeg við því, að jeg geti fylgt frv. nú, enda þótt jeg væri flm.brtt.

þeirri, er fram kom í fyrra, en þó með því, að því ákvæði verði bætt við, að þær breyt., er kunna að verða gerðar á laxveiðilögunum, standi fyrir þessum samþyktum.

Í frv. er einungis skírskotað til laga frá 1886, og tel jeg því, að það sje eigi nægilega skýrt fram tekið, að samþyktir megi ekki brjóta í bág við þær lagasamþyktir, er síðar kunna að verða gerðar.