18.03.1929
Neðri deild: 25. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

2. mál, fiskiræktarfélög

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg hefi ekkert á móti þeirri brtt., er hv. þm. Mýr. virtist boða, en jeg tel, að hún sje alveg óþörf. Sú breyt., sem kann að verða á laxveiðilögunum, hefir auðvitað sitt fulla gildi, hvað sem þessu líður. Finnast mjer ákvæði

10. gr. mjög skýr í þessu efni, en kjósi menn heldur, að gr. orðist þannig, hefi jeg ekkert á móti því, enda þótt mjer finnist brtt. óþörf.