15.04.1929
Efri deild: 45. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2889 í B-deild Alþingistíðinda. (1781)

12. mál, loftferðir

Frsm. (Páll Hermannsson):

Samgmn. hefir tekið til yfirvegunar brtt. á þskj. 315, frá hv. 1. þm. G.-K. Hann talaði sjálfur fyrir brtt. um leið og þær komu fram hjer í d., og þess vegna þarf jeg ekki að skýra þær. Þar er um tvær höfuðbreyt. að ræða. Fyrri breyt. er sú, að nema burt úr frv. ákvæði, er snerta styrjaldir, eða leyfi til loftferða í sambandi við hernað, sem ef til vill geta orðið hættuleg, og að stytta um helming þann leyfistíma, sem veita má einstökum fyrirtækjum að starfrækja flutninga með loftförum. Er lagt til, að leyfistíminn sje færður úr 20 árum niður í 10 ár. N. vill fallast á þessar brtt. og álítur, að þær sjeu til bóta. Leggur hún til, að þær verði samþ. með orðabreyt. samkv. till. á þskj. 336. Þá orðabreyt. hefir n. leyft sjer að gera til samræmis, og er það gert í samráði við hv. flm. brtt.

Jeg vil ennfremur geta þess, að a-liður 4. brtt. á þskj. 315 gefur stj. fulla heimild til að ráða faglærðan aðstoðarmann til eftirlits með flugvjelum. N. leit svo á, að þetta ákvæði væri óþarft, en gerði ekkert til, af því að í frv. væri óbeinlínis veitt heimild til þess. Og hafa nm. um þetta óbundið atkv., en jeg geri ráð fyrir, að meiri hl. n. verði því mótfallinn.

Ennfremur flytur n. brtt. á þskj. 312, aðeins til þess að færa til rjettara máls setningu í a-lið 25. gr. önnur till., sem n. lagði fram við 2. umr., var tekin aftur.