10.04.1929
Efri deild: 41. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2913 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

7. mál, vitar, sjómerki o.fl.

Ingvar Pálmason:

Þetta frv. er komið hingað aftur frá Nd. og hefir tekið allmiklum breyt., en með því að sjútvn. þessarar d. hefir ekki getað tekið fullnaðarafstöðu til þeirra breyt., vildi jeg mælast til, að hæstv. forseti frestaði umr. og tæki málið út af dagskrá. Virði það ekki, treysti jeg mjer ekki til að greiða frv. atkv.