24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2943 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

128. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Bjarni Ásgeirsson:

Það er alls ekki meining mín að tefja málið á neinn hátt, en þó þykir mjer rjett að fylgja því úr hlaði með fáum orðum. Jeg var harðorður um frv. það, sem deildin hafði til meðferðar fyrir skömmu, og sem var samnefnt þessu frv., en nú vil jeg geta þess, að um þetta frv. er alt annað að segja. Þetta mál hefir hlotið allan þann undirbúning, sem löglegur er, og verið samþ. af báðum aðilum. Jeg er því þessu eins mjög fylgjandi eins og jeg var á móti hinu eldra frv., enda er hjer ekki um að ræða yfirgang og ásælni Reykvíkinga, eins og í fyrra tilfellinu.