25.02.1929
Neðri deild: 7. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í B-deild Alþingistíðinda. (188)

25. mál, tannlækningar

Dómsmrh. (JónasJ):

Þetta frv. var flutt í Ed. í fyrra af tveimur þm. þeirrar hv. d., en kom svo seint fram, að það náði ekki samþykki Alþ. í það sinn. Frv. er undirbúið af fjelagi tannlækna og miðar að því að tryggja rjett þeirra, sem hafa fengið fullkomna mentun í sinni grein, og hinsvegar að tryggja þjóðinni hæfa lækna. Frv. hefir verið athugað af landlækni, og álítur hann, að það sje til bóta. Vona jeg, að hv. þdm. geti fallist á, að svo sje. Vænti jeg, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til allshn.