17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2947 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

128. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Jarðirnar Árbær og Ártún í Mosfellssveit hafa um nokkurt skeið verið eign Reykjavíkur, enda eru mörg af mannvirkjum raforkuveitunnar í landi þessara jarða. Nú hafa samningar tekist milli Mosfellssveitar og Reykjavíkurbæjar um að leggja jarðir þessar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, gegn því að bærinn greiði hreppnum 15 þús. kr. í eitt skifti fyrir öll, og taki Reykjavík við þeirri framfærsluskyldu, sem bundin er við þessar jarðir. Sýslan hefir gefið samþykki sitt til þessa, og í hv. Nd. flaug mál þetta ágreiningslaust í gegn. Leggur því allshn. þessarar deildar til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.