02.04.1929
Efri deild: 34. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2954 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Jón Baldvinsson:

Ef á að fara inn á þá braut að fjölga mönnum í stj. verksmiðjunnar og útgerðarmenn fá þar einn fulltrúa, þá tel jeg sanngjarnt að á móti komi, að Alþýðusamband Íslands fái að tilnefna einn mann í stj. Það á þar mikilla hagsmuna að gæta vegna verkamannanna, og vil jeg áskilja mjer rjett til þess að bera síðar fram brtt. um þetta efni.