09.04.1929
Efri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2957 í B-deild Alþingistíðinda. (1915)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Jón Baldvinsson:

Jeg á hjer eina brtt., er jeg gerði ráð fyrir að bera fram við fyrri hl. þessarar umr., og ræðir hún um stj. verksmiðjunnar.

Hv. þm. Snæf. gat þess við fyrri hl. umr., að hann myndi koma fram með brtt., og fyrir því hefi jeg borið fram mína brtt., því að jeg tel sjálfsagt, að ef útgerðarmaður á sæti í stj. verksmiðjunnar, eigi hinn aðilinn, verkafólkið, þar einnig sinn fulltrúa. Brtt. mín er á þá leið, að fjölga þeim mönnum, er sæti eiga í stj., úr 3 upp í 5, til þess að koma þessum aðiljum að. Einn þessara manna er skipaður af atvmrh., annar skipaður af stj. síldareinkasölunnar og sá þriðji af bæjarstj. Siglufjarðarkaupstaðar, er leggur til landið handa verksmiðjunni. Ef útgerðarmenn fá sinn fulltrúa í stj., tel jeg sjálfsagt, að Alþýðusamband Íslands skipi mann af hálfu verkalýðsins, sem í raun og veru á meira undir því, að vel takist með stj. verksmiðjunnar en nokkur annar. í till. hv. þm. Snæf. er ekki gert ráð fyrir því, á hvern hátt útgerðarmenn nefni sinn mann, og getur því farið svo, að ekki verði auðgert að fá hann kosinn, þar sem engar reglur eru til um það. Jeg hefi viljað hjálpa upp á þetta með minni till. og ætlast til, að ráðh. setji um þetta reglur, er útgerðarmenn geti farið eftir.

Jeg leyfi mjer því að mæla með því, að mín till. verði samþ., því að hún er bæði fullkomnari og rjettlátari en till. hv. þm. Snæf. Falli mín till., mun jeg greiða atkv. gegn till. hv. þm. Snæf. og mun þá heldur sætta mig við ákvæði frv.