09.04.1929
Efri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2962 í B-deild Alþingistíðinda. (1919)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Erlingur Friðjónsson:

Út af ummælum hv. þm. Snæf. vil jeg taka það fram, að það verða hinir sömu menn, sem koma til með að skifta við síldarbræðsluna og einkasöluna. Yrði því sameiginleg stj. beggja fyrirtækjanna þægilegust og best fyrir viðskiftamennina. Einkasalan getur ekki tekið nema vissan hluta af afla hvers skips til sölu. Bræðslan verður að taka nokkuð. Þeir, er veiða síldina, óska því eftir, að samvinnan verði sem allra nánust. Þeirra vegna lít jeg svo á, að það sje hagkvæmast, að bæði fyrirtækin væru undir sömu stj. Stjfrv. gerir ráð fyrir annari leið, en ætlast þó til, að einkasalan eigi fulltrúa í stj. verksmiðjunnar.

Það er hægt að vitna í ræður flestra þm. í fyrra, er töluðu um einkasöluna, að þeir töldu það nauðsynlegt, að þegar stofnuð væri einkasala á síld, þá væri og stofnuð síldarbræðsla. er væru undir einum og sama hatti. Enda væri það einkennilegt, ef sjerstaka stj. þyrfti fyrir hvort þessara fyrirtækja, er bæði hafa þó sama verkið að vinna, að koma síldinni í verð fyrir sömu eigendur.