08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3085 í B-deild Alþingistíðinda. (1969)

4. mál, rekstur verksmiðju til bræðslu síldar

Hannes Jónsson:

Hv. 1. þm. Reykv. sagðist mundu láta það sem vind um eyrun þjóta, sem jeg hefði sagt. En hann beitti þó skútu sinni í vindinn og kunni auðsjáanlega ekki að hagræða sjer eða halda fastri stefnu á þeim samvinnusjó, sem hann er nú kominn út á. Annars er það lítilsvert að svara slíkum samvinnupostula. En það er erfiðara og vandasamara að svara hv. þm. V.-Ísf., því að fyrir utan allan sinn samvinnuvísdóm hefir hann svo róttæka þekkingu á biblíufræðum. Það er eins og heilagur úði drjúpi sífelt af vörum þessa hv. þm. á okkur hina, sem erum svo nærri honum, að við megum nema mál hans. Hann talaði um heilagan anda í sambandi við þetta síldarmál. — Jeg vil ekki tala um þetta vœntanlega síldarsamvinnufjelag á biblíumáli, heldur á máli samvinnumanna. Ríkisvaldið hefir ekki sett neina löggjöf um það, hvernig samvinnufjelögin geti bygst unp og þróast. Samvinnuhæfir hugsjónamenn hafa í mörgum smærri fjelögrum skánað þetta skipulag, sem löggjafarvaldið hefir með samvinnulögunum búið í ákveðið form. og sett þar ákvæði til verndar fjelögunum gegn árásum samkepnismanna, sem nú eru farnir að sjá sitt óvænna. Mætti því til sönnunar nefna síldarsamlagslögin frá 1926, sem Björn Líndal barðist mest fyrir: til þess að skýra bað skipulag á samvinnumáli mœtti nefna það lögverndaða samvinnu. (MJ: Var það samvinnufjelag?). Þeir vildu kalla bað samvinnufjelag. En samkv. þeim lögum gátu útvegsmenn aðeins myndað samlög. Nú er talað um lögþvingaða samvinnu. Þetta er samvinnufræði þeirra manna, sem nú hafa stigið í kennarastólinn til þess að kenna okkur samvinnumönnum. án þess að þeir hafi sjálfir hugmynd um. hvað reglulegur samvinnufjelagsskapur er. Jeg skal lána hv. 1. þm. Reykv. samvinnulögin, til þess að hann geti kynt sjer þau betur; hann verður sjálfsagt að teljast sæmilega mentaður maður, þar sem hann er prófessor við háskóla Íslands. Hann ætti því að geta skilið, að það er mikill grundvallarmunur á hinni lögþvinguðu samvinnu, sem hjer er til stofnað með síldarverksmiðjulögunum, og samvinnufjelagsskap bænda, þar sem einstaklingarnir hafa með persónulegum samtökum fult vald á viðskiftum sínum og bera sjálfir fjelagslega ábyrgð á þeim.

Við till. hv. þm. V.-Ísf. er það að athuga, að hann hyggur, að með löggjöf frá Alþingi sje hægt að skapa mönnum öll þau gæði og hagsmuni, sem samvinnufjelagsskapurinn veitir þeim. Þá ætti hann að ráðleggja, að reist verði verslunarhús í þeim hjeruðum, þar sem skortur er á slíkum byggingum, og svo geti þeir, sem þar búa, fengið styrk til þess að eignast húsin á eftir. En þetta er alls ekki sú leið, sem samvinnumenn vilja fara.

Einstaklingarnir þurfa að byrja á því að þroska hæfileika sína og hneigðir til þess að vinna saman að sínum hagsmunamálum. Ef því er ekki til að dreifa, þá er hætt við, að fjelagsskapurinn fari í hundana fyr eða síðar. — Það hefir stundum komið fyrir hjer á landi, að einstakir menn hafa stofnað til slíks fjelagsskapar, þar sem jarðvegurinn var ekki undir það búinn og skilyrðin slæm, en venjulegast hefir ekkert hafst upp úr því annað en óþægindi og fjártöp fyrir þá, sem að fjelagsskapnum stóðu, og hlutaðeigandi hjeruð.

Það er rjettara að bíða lengur og gera ekki ráð fyrir þessum samvinnufjelagsskap síldarútvegsmanna fyrst um sinn. Verum rólegir þangað til meiri ástæður eru til að taka samvinnuóskir þeirra alvarlega.