20.02.1929
Neðri deild: 3. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 348 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

17. mál, eftirlit með skipum og bátum

Magnús Guðmundsson:

Jeg get náttúrlega lesið frv. engu síður en hæstv. forsrh. Jeg var ekki að spyrja um, hvað í því stæði, heldur hvað hæstv. forsrh. vill láta standa þar. Jeg var að spyrja hæstv. ráðh., hvað hann hugsaði sjer í þessu máli, og svar hans hlýt jeg að skilja á þann veg, að hann hafi ekkert um það hugsað. En jeg býst við, að á marga þm. hafi það áhrif að vita, hvað stj. vill í þessu efni. Frv. á að vera svo skýrt, að ekki þurfi að kalla á þá menn, sem hafa samið það, og spyrja þá, hvað í því liggi.