04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3406 í B-deild Alþingistíðinda. (2117)

37. mál, verkamannabústaðir

Bjarni Ásgeirsson:

Jeg vil vekja athygli á því, að það hefir oft verið tekið fram í umr. hjer í dag, að þessar brtt. hv. 1. þm. N.-M. væru aftur teknar, þannig, að ekki væri ástæða til að ræða um þær nú. Bæði jeg og nokkrir aðrir hv. þdm. höfum talið þetta afgert; að öðrum kosti hefði jeg a. m. k. tekið til máls um þessar brtt. En þær hafa ekkert verið ræddar af þdm. á þessum fundi og þingheimur því með þögninni tjáð sig því samþykkan, að þær væru ekki á dagskrá, þó að láðst hefði að taka út af henni þingskjalsnúmerin. Að tillögurnar hafi verið aftur teknar á síðasta fundi, hefir nú verið viðurkent af hv. flm. þeirra.