04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3407 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

37. mál, verkamannabústaðir

Pjetur Ottesen:

Hæstv. forseti vildi veita þdm. þá skemtun að halda áfram þessum umr. Það má mikið vera, ef þeim forsetunum þykir skemtun að þessu; öðrum þykir það áreiðanlega ekki.

Mjer skilst, að það sje nú viðurkent af hæstv. forseta, að sá forsetaúrskurður, sem hjer er fallinn, muni eigi aðeins vera gagnstœður dagskrá þessa fundar, heldur og fundarbókun frá síðasta fundi. Þetta gefur fullkomið tilefni til þess, að þingmenn samþykki ekki blindandi bókun í undargerða, eins og venja hefir verið til.