04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3408 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

37. mál, verkamannabústaðir

Forseti (BSv):

Þessu má bjarga á þann hátt að leita afbrigða frá þingsköpum um það, hvort þessar till. megi ekki koma undir atkv. nú. Úrskurður hœstv. varaforseta er rjettur samkv. ákveðum þingskapa, og framhjá þeim verður eigi komist, nema leitað sje afbrigða og þau heimiluð. Og skal það gert, ef fram koma óskir eða kröfur um það. (ÓTh: Það er að gefa þdm. steina fyrir brauð).