04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3408 í B-deild Alþingistíðinda. (2125)

37. mál, verkamannabústaðir

Ólafur Thors:

Jeg vil spyrja hæstv. forseta, hvernig hann skilji 43. gr. þingskapa. Þar stendur: „Getur forseti breytt röðinni á þeim málum, sem eru á dagskrá, og einnig tekið mál út af dagskrá“. — Þetta eru þær heimildir, sem forseta eru fengnar með þingsköpunum. En hjer er hvorki um að ræða að breyta röð nje taka mál af dagskrá. Hjer á aðeins að taka nokkurn hluta máls af dagskrá. Er það heimilt?