06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3410 í B-deild Alþingistíðinda. (2132)

37. mál, verkamannabústaðir

Forseti (BSv):

Jeg skal geta þess út af því, sem gerðist hjer í deildinni á laugardagskveld, að jeg vildi gjarnan hliðra til við hv. þm. Borgf., svo að brtt. hans mættu koma til atkv. En það var eigi unt á annan veg en þann, að fá þar til leyfi um afbrigði frá þingsköpum, úr því sem komið var, með því að úrskurður hæstv. varaforseta (JörB) verður að teljast fullkomlega rjettur og þingsköpum samkvœmur. Það er óheimilt að taka brtt. upp eftir að umr. er slitið, nema hún hafi þá fyrst verið tekin aftur. Jeg get því, að þessu athuguðu, ekki orðið við tilmælum hv. þm. Borgf. Þá liggur fyrir að greiða atkv. um frv. og hinar einstöku brtt., sem fram hafa komið.