06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3410 í B-deild Alþingistíðinda. (2133)

37. mál, verkamannabústaðir

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg vil vekja athygli hæstv. forseta á því, áður en gengið er til atkv., að dagskráin er ekki að öllu leyti rjett. Á hana vantar sem sje frv. á þskj. 37, sem brtt., sem getið er á dagskránni, eru stílaðar við, og jeg vil biðja hæstv. forseta að gœta þess um leið og atkvgr. fer fram. Jeg geri ráð fyrir, að forseti hafi rjett til að leiðrjetta dagskrána nú eins og hingað til. Þeirri venju hefir hingað til verið haldið, þó mjer heyrðist síðastliðinn laugardag á sumum hv. þm., að slíkt mætti ekki; en jeg býst nú samt við, að sá háttur verði ekki upp tekinn, en að forseti leiðrjetti dagskrá, þegar þess þarf, hjer eftir sem hingað til.