10.05.1929
Neðri deild: 65. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3416 í B-deild Alþingistíðinda. (2141)

37. mál, verkamannabústaðir

Jörundur Brynjólfsson:

Það eru aðeins örfá orð, sem jeg vildi segja. Jeg hefi hugsað mjer að koma fram með brtt. við brtt. á þskj. 500, en hún mun verða skrifleg, þar sem naumur tími er fyrir hendi.

Hv. 3. þm. Reykv. hefir flutt hjer nokkrar brtt. og á þær get jeg fallist, nema 1. liðinn. Jeg kynni betur við, að þeir menn, sem meta þörfina fyrir byggingum í kaupstöðum, skjóti áliti sínu til atvmrh., enda virðist mjer það nauðsynlegt, þar sem ríkissjóður leggur fram fje til verksins og er ábyrgur fyrir því. Annað vildi jeg ekki sagt hafa, en vil aðeins óska þess, að afbrigði verði leyfð viðvíkjandi þessari brtt. minni.