21.03.1929
Neðri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í B-deild Alþingistíðinda. (221)

17. mál, eftirlit með skipum og bátum

Pjetur Ottesen:

Eftir skýringum hv. frsm. á 3. gr. frv. eins og hún var í stjfrv. virðist hann líta svo á, að ef einhverjum manni er falið ákveðið starf að vinna, gegn ákveðnum launum, þá eigi hann, án þess að sjerstaklega sje tekið fram, kröfu á dýrtíðaruppbót af þeim launum og auk þess, ef svo stendur á, kröfu til að fá greiddan skrifstofukostnað og ferðafje. Jeg vil algerlega mótmæla því, að þessi skilningur sje rjettur, og endurtek það álit mitt, að hefði 3. gr. frv. staðið óbreytt, þá hefði eftirlitsmaðurinn enga kröfu átt á því að fá neitt af þessu greitt.