18.05.1929
Neðri deild: 73. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 3500 í B-deild Alþingistíðinda. (2238)

Starfslok deilda

Ólafur Thors:

Jeg kvaddi mjer hljóðs í sama mund og hv. 1. þm. S.-M. og hefi litlu við það að bæta, sem hann sagði. Vil þó aðeins fyrir mína bönd og flokksbræðra minna hjer í deildinni þakka hæstv. forseta fyrir rökvíslega og góða fundarstjórn. Hann er maður frjálslyndur, rjettlátur, en þó röggsamlegur jafnt og við á, og mega allir una vel stjórn hans. Engin tvímæli munu á því leika, að þegar á reynir, þá er hæstv. forseti til prýði hjer í deildinni, og róma jafnt andstæðingar sem flokksbræður viturlega úrskurði hans og málfegurð. Árna jeg forseta allra heilla og vona, að við megum allir heilir hittast á næsta þingi.