15.03.1929
Neðri deild: 23. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (2277)

46. mál, fyrning skulda

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg sje ekki ástæðu til að vera að deila lengur. En jeg skal gefa hv. flm. rjett í einu. Ef við hefðum það góða banka, að kaupmenn og kaupfjelög þyrftu ekki að annast bankastarfsemi, þá gæti þetta frv. ef til vill átt við, en alls ekki eins og nú stendur á. Annars kom ekkert nýtt fram í ræðu hv. flm., og ekki ber hann á móti misskilningi hans á því veigamikla atriði, að frv. hans feldi það niður, að viðurkenning á skuld sliti fyrningarfresti, og skal jeg því ekki eyða tímanum frekar, en læt þetta nægja.