11.03.1929
Neðri deild: 19. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (2314)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Út af síðustu orðum hins eina, sanna og rjetta þm. V.-Húnv. (HJ) um að jeg hefði beitt ofbeldi verkamenn fyrir norðan, vil jeg lýsa yfir því, að það er hrein og bein kjaftasaga, ósönn með öllu. Jeg hefi ekki hugmynd um við hvað þm. á, nema ef vera skyldi, að jeg fyrir löngu síðan sem unglingur innan fermingaraldurs hafi lent í áflogum við aðra unglinga, eins og gerist og gengur. En það er varla saga til næsta bæjar, þótt jeg hefði þá skelt hv. þm. í Vatnsdalnum. Ef á að bera slíkar kjaftasögur inn á þing, þá veit jeg ekki, til hvers þingið er.