11.03.1929
Neðri deild: 19. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í C-deild Alþingistíðinda. (2318)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Hannes Jónsson):

Hv. 2. þm. Reykv. (HV) var að tala um, að jeg bæri slúðursögur inn í þingið. Jeg vil minna á máltækið, að óvandur er eftirleikurinn. Hann byrjaði á aðdróttun til mín um afstöðu mína til verkfallsdeilna og vansæmd, sem jeg hefði hlotið af því. Það er slúður.