03.04.1929
Efri deild: 35. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í C-deild Alþingistíðinda. (2351)

38. mál, tekju- og eignarskattur

Frsm. 1. minni hl. (Jón Þorláksson):

* Jeg get vísað til nál. á þskj. 189. Það er svo, að þessi breyting á lögunum frá í fyrra mundi undanþiggja fáeina menn frá viðaukanum, af þeim, sem annars ættu að greiða viðauka. En eins og tekið var fram af okkar hálfu í fyrra, álitum við yfirleitt slíka breytingu á skattalöggjöfinni rangláta, sem heimilar stjórninni að taka meira af sumum gjaldendum, en lögin ætlast til. Mjer þætti æskilegast, að eins færi næsta ár og núna, að stjórnin sæi sjer fært að nota alls ekki þessa heimild. Meira hefi jeg ekki að segja fyrir hönd minni hl. nefndarinnar, en jeg vildi mega bæta því við, af því að jeg sje að hæstv. stjórn hefir orðið fyrir aðkasti í sambandi við það, að hún notaði ekki þessa heimild til að innheimta viðaukann, að mjer finst hæstv. stj. hafa gert alveg rjett í því efni, eftir því sem fjárhagsleg afkoma ríkissjóðs var. Jeg vil því ekki að neinu leyti taka þátt í því aðkasti.

*Ræðuhandrit óyfirlesið.