11.05.1929
Efri deild: 66. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í C-deild Alþingistíðinda. (2404)

89. mál, almennur ellistyrkur

Ingibjörg H. Bjarnason:

Það var ilt, að háttvirt Nd. skyldi breyta frumv. svo mjög, sem raun er á orðin, frá því, sem það var, er það fór frá þessari hv. deild. En jeg verð að segja, að jeg skoða það sama sem að setja fótinn fyrir, að frv. nái fram að ganga, ef brtt. hv. fjhn. verða samþ. Ekki svo að skilja, að frv. ætti ekki góða stuðningsmenn í hv. Nd., en það á þar líka andmælendur, sem settu sig á móti því, að þessum nýju gjaldendum væri bætt við, þ. e. sveitar- og bæjarsjóðunum.

Hv. 3. landsk. þm. rakti þær breytingar, sem hv. Nd. hefir gert á frv. Má telja víst, að hv. Nd. haldi fast við skoðun sína í þessu máli, og fáist ekki til að falla frá brtt. sínum, nema ef vera skyldi ákvæðinu um að 1. gangi strax í gildi. Jeg vænti þess því, að hv. þdm. geti fallist á að ganga að frv. eins og það nú liggur fyrir frá hv. Nd., því að ella getur svo farið, að tími vinnist ekki til að afgreiða þetta mál, ef svo er, sem mjer heyrist á flestum, að kept sje að því marki að slíta þingi fyrir Hvítasunnu.

Hæstv. fjmrh. (EÁ) lýsti yfir því, að hann væri samþ. brtt. hv. fjhn., en vítti það hinsvegar mjög, að ríkissjóðsframlagið skyldi vera hækkað. Þessi hækkun, 50 aurar á mann, er ekki svo mikil, að ástæða sje til að setja hana

fyrir sig. Og þar sem ellistyrktarsjóðirnir ná til allra landsmanna, fæ jeg ekki sjeð, að neinn eðlismunur sje á því, hvort þeir eru styrktir af sveitarsjóðum eða ríkissjóði. Hitt má öllum vera ljóst, að ellistyrktarsjóðirnir gera því meira gagn, því meira fje, sem þeir hafa til úthlutunar.

Jeg sje ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum. Jeg vil mælast til þess við hv. fjhn., að hún sjái sjer fært að falla frá brtt. sínum, sem jeg þykist vita, að verði frv. að fótakefli, ef þær ná fram að ganga hjer í hv. deild. Geti n. ekki orðið við þeim tilmælum mínum, vænti jeg þess, að hv. þdm. sjá, hvað fram undan er, og leggist á móti brtt. n.