17.05.1929
Sameinað þing: 6. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (2412)

89. mál, almennur ellistyrkur

Jón Þorláksson:

* Þetta frv. liggur hjer fyrir eins og hv. Nd. gekk frá því, og höfum við Efrideildarmenn ekki borið fram neinar brtt. við það. Get jeg skýrt frá því, að sumir þeirra, sem kysu heldur, að frv. væri í þeim búningi, sem Ed. hafði gert því, munu þó greiða því atkv. eins og það liggur fyrir, heldur en að eiga það á hættu, að málið falli.

Jeg skal ekki hallmæla frv. frekar, en það eru missmíði á einni gr. þess, sem lítil ástæða var til að hafa, þar sem svo er ákveðið, að 1. skuli ganga í gildi á miðju reikningsári, því að þetta verður ekki hægt að framkvæma eftir bókstafnum fyrr en á næsta gjaldári.

Ræðuhandrit óyfirlesið.