17.05.1929
Sameinað þing: 6. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (2413)

89. mál, almennur ellistyrkur

Halldór Stefánsson:

1 Jeg vil lýsa ánægju minni yfir því að heyra, að hv. Ed.-menn, sumir að minsta kosti, muni fallast á frv., eins og það er nú, þótt þeir hefðu kosið að hafa það eins og þeir sjálfir gengu frá því.

Að það sje missmíði á frv., að það eigi að ganga strax í gildi, fæ jeg með engu móti sjeð. Ellistyrktarsjóðsgjaldið er innheimt á manntalsþingi, og jeg veit ekki til, að manntalsþingið sje um garð gengið. Úthlutun fer ekki fram fyrr en seinni hluta árs, svo að nú er langur tími þangað til.

Ræðuhandrit óyfirlesið.