29.04.1929
Efri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í B-deild Alþingistíðinda. (243)

17. mál, eftirlit með skipum og bátum

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg ætla ekki að stofna til þrætu um þetta við hv. frsm. Eins og jeg hefi áður tekið fram, þá sætti jeg mig við þessi úrslit málsins eftir atvikum. Við höfum átt í orðakasti um, hvað mikið ætti að greiða af eftirlitskostnaðinum úr ríkissjóði; hjer eru þó með frv. stigin spor í rjetta átt. En jeg álít, að það sje „principielt“ rjett, að hið sama gildi um kostnað við eftirlit með bifreiðum og bátum.