21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í C-deild Alþingistíðinda. (2525)

50. mál, sala á jarðarhluta í landi Neskaupstaðar

Jón Þorláksson:

Hv. 2. þm. S.-M. leggur algerlega skakkan skilning í mína afstöðu til þessa máls. Þingsköpin leyfa mjer enga aðra leið til að auka við frv. en að koma með brtt. Ef þau hefðu leyft mjer að koma með viðaukatill., þá hefði jeg gert það, en þá aðferð þekkja þau ekki, og var mjer því nauðugur einn kostur. En til þess að skemma ekki frv., þá kaus jeg að bæta við það nýrri grein og við 2. umr., þar sem hver gr. er þá borin upp til samþykkis sjerstaklega. Og af sömu ástæðu hefi jeg engu bætt inn í núv. frvgr., svo þær breytast ekkert. Ef mín brtt. verður samþ., þá breytist aðeins fyrirsögnin. — Það er fjarri tilgangi mínum að vilja leggja stein í götu þessa frv. með brtt. minni. En í jeg vildi nota ummæli hv. allshn um í rjettmæti slíkrar sölu, til þess að bera þetta fram. Þau ummæli, sem hv. n. í ljet frá sjer fara, voru almenns eðlis, í svo ekki er hægt að lá mjer, þótt jeg notaði þau. En jeg hafði ekki ástæðu til að ætla, fyr en jeg sá nál., að sala á Hvanneyrarlandi til Siglufjarðar í mundi fá betri byr en áður hefir verið.

Var því ekki ástæða til, að jeg kæmi fram með þetta fyr en jeg hafði lesið nál.