21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í C-deild Alþingistíðinda. (2532)

50. mál, sala á jarðarhluta í landi Neskaupstaðar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Jeg þarf aðeins að gera stutta aths. Hv. sessunautur minn (PH) taldi ýmsar upplýsingar vanta, sem nauðsynlegar væru til þess, að hægt væri að taka afstöðu til málsins. Nefndi hann þar á meðal umsögn umboðsmannsins, en jeg hefi nú ekki hirt um að afla hennar, þar sem sá maður á sæti hjer á þingi, og fær sjálfur að fjalla um málið. Hv. þm. nefndi það ennfremur, að til væri svokölluð Nessamþykt, en hún er nokkurskonar samningur um skipulag og leigu lóða, er eigendur gerðu með sjer, og því sje jeg ekki hvaða þýðingu hún hefir í þessu máli. (JóhJóh: Samþyktin snertir ekki sölu). Nei, það gerir hún ekki, en annars mun hún vera til í stjórnarráðinu, og þar má efalaust útvega hana, og skal jeg þá upplýsa málið fyrir hv. deild við 3. umr. Jeg sje svo ekki ástæðu til að svara fleiru, og get ekki gefið nánari upplýsingar, síst af öllu þegar jeg veit ekki, hvað þarf að upplýsa frekar.