09.04.1929
Efri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í C-deild Alþingistíðinda. (2635)

43. mál, raforkuveitur utan kaupstaða

Páll Hermannsson:

Það hafa þegar orðið langar umræður um þetta mál, enda er það þess vert, að það sje athugað sem best.

Jeg gat þess í dag, að jeg myndi ef til vill fús til þess að greiða frv. þessu atkv. til 3. umr., ef jeg gœti gert mjer von um að fengjust nýjar upplýsingar í málinu. Nú virðist mjer umr. hafa fallið þannig, að tæplega muni að vœnta nýrra upplýsinga, og mun jeg því fylgja till. þeirri, er hv. meiri hl. n. flytur.

En um leið og jeg get þessa, vil jeg lýsa yfir því, að jeg er reiðubúinn að vinna að því með hverjum sem er, að koma inn á fjárlögin hæfilega háum lið til undirbúningsrannsókna í þessu skyni, og með þeim tilmœlum til stj., að þannig skuli því fje varið.