20.04.1929
Neðri deild: 50. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í C-deild Alþingistíðinda. (2711)

1. mál, lánsfélög

Magnús Jónsson:

Jeg ber hjer fram brtt. á þskj. 374, sem er í þrem liðum, en er þó eiginlega ekki nema ein brtt. Hún er aðeins um fyrirsögn frv., um það, hvað þessi fjelög eiga að heita. Nú eru þau kölluð lánsfjelög, en jeg sje að nafnið er mjög líkt nafninu á 1. nr. 62 frá í fyrra, sem eru um hlunnindi fyrir lánsfjelag. Mjer finst það vera alveg óþarfi, að láta tvenn 1. bera sama nafn, og þar sem það kemur fram í frv., að þessi fjelög eru skilgreind sem rekstrarlánafjelög, þá finst mjer rjettast að láta þau bera það nafn.